Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda við Kapla­krika

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Reykjanesbraut hefur verið lokað við Kaplakrika í Hafnarfirði vegna umferðarslyss.
Reykjanesbraut hefur verið lokað við Kaplakrika í Hafnarfirði vegna umferðarslyss. Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar hefur verið lokað fyrir umferð um Reykjanesbraut við Álftanesveg hjá Kaplakrika til suðurs, og er umferð beint um Álftanesveg.

Heimildir Vísis herma að miklar umferðartafir séu á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×