Innlent

Vöru­bif­reið ekið á vegfarandann

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ekið var á vegfarandann við Kaplakrika.
Ekið var á vegfarandann við Kaplakrika. Vísir/Vilhelm

Vörubifreið í flokki eitt, tólf tonna flutningarbíl með farmi, var ekið á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Maðurinn er á spítala og lítið liggur fyrir um líðan hans.

Þetta segir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.

Vegfarandinn var maður á þrítugsaldri á leið til vinnu, en slysið átti sér stað við ljósastýrð gatnamót.

Skúli segir að maðurinn hafi verið meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði, en samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni sé hann vaknaður og á leið í rannsóknir á spítalanum. Frekari upplýsingar um líðan liggi ekki fyrir.

Kalla eftir vitnum

Nú fari í hönd rannsókn á tildrögum slyssins í samstarfi við tæknideild lögreglunnar, rannsóknardeild og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Lögreglan biðlar til þeirra sem urðu vitni að slysinu að setja sig í samband við lögreglu.


Tengdar fréttir

Ekið á gangandi veg­faranda við Kapla­krika

Ekið var á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×