Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:30 Sir Jim Ratcliffe tekur í höndina á Harry Maguire eftir tap Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Getty/James Gill Stuðningsmannahópur Manchester United ætlar að skipuleggja eigendamótmæli á fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira