Innlent

Inn­kalla sæl­gæti vegna köfnunarhættu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Til vinstri: Mynd úr safni. Til hægri: Umrætt sælgæti.
Til vinstri: Mynd úr safni. Til hægri: Umrætt sælgæti.

Matvælastofnun hefur varað við neyslu sælgætisins Jelly strip XL, sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn.

Varan inniheldur óleyfileg aukaefni, sem heita E407, E410 og E415, en þau eru sögð geta verið hættuleg. Efnin geti valdið köfnun sérstaklega hjá börnum.

Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fram kemur að Matvælastofnun hafi fengið upplýsingar um vöruna í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×