„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. ágúst 2025 21:19 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson var hundfúll að hafa ekki fengið öll stigin út úr leik kvöldsins gegn Vestra þar sem hans menn fengu urmul af færum en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. „Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“ Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
„Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“
Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira