„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. ágúst 2025 21:19 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson var hundfúll að hafa ekki fengið öll stigin út úr leik kvöldsins gegn Vestra þar sem hans menn fengu urmul af færum en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. „Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“ Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“
Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira