Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 15:51 Farþegar bílsins höfðu komið sér fyrir á þakinu þegar björgunarsveit bar að garði. Landsbjörg Gærdagurinn var annasamur fyrir björgunarsveitir á landinu, sem sinntu samtals fimm útköllum víðs vegar um landið. Í einu þeirra hafði jeppi með þremur innanborðs fests í Jökulsá í Lóni, sem björgunarsveitarmenn toguðu upp úr ánni. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira