Íslenski boltinn

„Á­kvað bara að láta vaða“

Kolbeinn Kristinsson skrifar
Kristín Dís í leik gegn FH.
Kristín Dís í leik gegn FH. Vísir/Ernir

Kristin Dís Árnadóttir miðjumaður Breiðabliks skoraði draumamark í kvöld gegn Fram þegar hún kom Breiðabliki í 2-0 með bylmingsskoti fyrir utan teig í fyrri hálfleik.

Aðspurð um lýsingu á marki sínu segir Kristín: 

„Það kemur fyrirgjöf, boltinn er hreinsaður í burtu af varnarmanni Fram og hann droppaði eitthvað fyrir utan teig og ég ákvað bara að láta vaða og var glöð að sjá boltann í netinu.“

Kristín, sem byrjaði á varamannabekknum gegn Val í síðasta leik, byrjaði inn á í kvöld gegn Fram. Aðspurð hvernig samkeppnin í liðinu blasti við henni, sagði hún: 

„Við erum með gríðarlega stóran hóp og við erum bara að nýta hann mjög vel núna. Eins og sjá má í kvöld erum við með frábæran bekk og stelpurnar koma bara inn og gefa allt í þetta. Við erum bara með stóran hóp og það er mjög gott fyrir alla held ég.“

Eftir tæpar tvær vikur eða 16. ágúst er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins gegn FH á Laugardalsvelli. Skyldi hugurinn vera farinn að reika þangað? 

„Nei, alls ekki, við erum bara að taka einn leik í einu. Við erum held ég með sjö leiki í ágúst og við erum bara að taka næsta leik núna strax á þriðjudaginn þannig það er bara áfram gakk,“ segir Kristín Dís, miðjumaðurinn öflugi í liði Blika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×