Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 15:00 Kjartan Henry var hugsað til van Persie þegar hann skoraði frægt mark í Vestmannaeyjum sumarið 2014. Samsett/Vísir/Getty Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03