Enski boltinn

De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bruno Fernandes, fyrirliði Man. Utd, færði vini sínum De Gea gjöf fyrir leik.
Bruno Fernandes, fyrirliði Man. Utd, færði vini sínum De Gea gjöf fyrir leik. vísir/getty

David de Gea fékk höfðinglegar móttökur á Old Trafford í dag er hann snéri aftur á gamla heimavöllinn með Fiorentina.

Man. Utd tók vel á móti sínum gamla markverði með gjöfum fyrir leik og svo tók stúkan vel á móti honum.

De Gea spilaði 545 leiki fyrir United á sínum tíma en var kastað út er Erik ten Hag ákvað að fá Andre Onana í markið.

De Gea var skipt af velli í leiknum svo hann gæti verið hylltur af áhorfendum. Tækifæri sem hann fékk ekki á sínum tíma.

„Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Stundum er erfitt að lýsa tilfinningum sínum á vellinum. Að horfa á áhorfendur og heyra allan stuðninginn. Ég komst við,“ sagði De Gea þakklátur eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×