Innlent

Viðvanings­háttur Trump-liða, próflausir leigu­bíl­stjórar og vel heppnuð ganga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi segir viðvaningshátt einkenna fyrirhugaðan leiðtogafund forseta ríkjanna tveggja. Stjórn Donalds Trumps virðist ekkert plan hafa, og óvissa uppi um hvort Úkraína muni eiga fulltrúa við borðið. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílsstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær.

Farið verður yfir sjónarmið um verndartolla ESB á íslenskan útflutning og fjallað um vel heppnaða Gleðigöngu, sem hefði vart getað gengið betur að sögn skipuleggjanda.

Þá verðum við með stútfullan sportpakka, þar sem Íslandsmótið í golfi klárast í dag, enski boltinn byrjar að rúlla og sex stiga leikur er fram undan í Bestu deild karla. 

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×