Innlent

Mikill eldur í gömlu timbur­húsi á Skaganum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Arnar

Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Björn Þórhallsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akranesi greinir frá þessu í samtali við fréttastofu.

Ekkert sé vitað um eldsupptök, en lögreglan fari með rannsókn málsins í framhaldinu.

Slökkvistarf hafi gengið mjög vel, og tjón hafi einskorðast við húsið.

„Þetta var töluverður eldur þegar við komum að því, en það gekk bara mjög vel. Það eru miklar skemmdir á húsinu, en ekkert annað,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×