Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:07 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. „Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“ Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
„Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“
Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira