„Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 22:53 Jökull I. Elísabetarson var ánægður með margt við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði andanum í Stjörnuliðinu og hversu vel liðið brást við mótlæti og þeim aðstæðum sem upp komu í sigri liðsins gegn Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
„Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn