Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2025 21:01 Linda Björk Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri sölu og flutninga hjá Arnarlaxi. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már. Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már.
Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira