„Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 11:30 Dagbjarti hefur dreymt um Íslandsmeistaratitilinn síðan hann var þrettán ára. GSÍ Dagbjartur Sigurbrandsson vann langþráðan Íslandsmeistaratitil um síðustu helgi, litla systir hans er ekki lengur með montréttinn á heimilinu og hann fer vongóður inn í úrtökumót haustsins. Heilmikil spenna var á Íslandsmótinu í golfi um síðustu helgi, Axel Bóasson leiddi frá fyrsta degi, með Dagbjart Sigurbrandsson í öðru sætinu, rétt á eftir. Dagbjartur tók svo fram úr á lokadeginum og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta var ekkert smá gaman, að geta klárað þetta á sunnudeginum. Ég hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára, skrifaði þetta niður á blað hjá mér að einn daginn vildi ég vera Íslandsmeistari.“ Dagbjartur vann Íslandsmótið eftir æsispennu á lokadeginum.GSÍ Stefnir á Evrópumótaröðina Dagbjartur tók aðeins þátt í tveimur mótum hér á landi í sumar og stóð á verðlaunapalli í bæði skipti. Hann vann Íslandsmótið og endaði í þriðja sæti í Korpubikarnum. Einbeittur Dagbjartur á Korpubikarnum.GSÍ Með frábært sumar að baki fer Dagbjartur nú að undirbúa sig að fullu fyrir úrtökumót inn á Evrópumótaröðina, eftir að hafa útskrifast úr háskólagolfinu í Bandaríkjunum í vor. „Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar í University of Missouri. Ég lærði mikið, golflega og persónulega séð líka. Nú tekur annar kafli við og ég er spenntur fyrir því“ segir Dagbjartur, sem er vongóður um að komast inn á Evrópumótaröð PGA, DP World Tour. „Já, ég held að ég sé undirbúinn í þetta. Ég fór í fyrsta skipti þegar ég var sautján ára, árið 2019, missti af þessu með tveimur höggum þá en jú, ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Bæði börnin Íslandsmeistarar en foreldrarnir spila ekki golf Dagbjartur er ekki eini kylfingurinn í sinni fjölskyldu. Litla systir hans, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, hefur einnig orðið Íslandsmeistari (2022) og er nú sjálf á leiðinni í háskólagolfið í Bandaríkjunum. „[Foreldrar okkar] spila samt ekki golf sko, hún kom bara með mér út á völl og svo byrjaði þetta“ segir Dagbjartur, sem byrjaði sinn feril í golfhermi í bílskúrnum hjá vini sínum og kenndi svo systur sinni. Foreldrar þeirra hafa því ekkert kennt þeim í golfinu, en hafa stutt bæði Dagbjart og Perlu alla leið. Sigurbrandur Dagbjartsson hefur oft verið kylfusveinn fyrir soninn. Dagbjartur og Perla hafa nú bæði orðið Íslandsmeistarar, Perla er því ekki lengur ein með montréttinn á heimilinu. „Jújú, eftir sigurinn kom hún og sagði 1-1. Þetta er bara virkilega gaman og gaman að sjá hana fara líka út í háskólagolf, það verður spennandi að fylgjast með henni þar.“ Golfsystkinin unnu Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem veittir eru bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Perla endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins í kvennaflokki, á eftir Huldu Clöru Gestsdóttur og Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir. Hún lék hins vegar á besta skori áhugakylfings, líkt og Dagbjartur. Þau systkinin hlutu því Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem eru veittir bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Rætt var við Íslandsmeistarann Dagbjart í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heilmikil spenna var á Íslandsmótinu í golfi um síðustu helgi, Axel Bóasson leiddi frá fyrsta degi, með Dagbjart Sigurbrandsson í öðru sætinu, rétt á eftir. Dagbjartur tók svo fram úr á lokadeginum og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta var ekkert smá gaman, að geta klárað þetta á sunnudeginum. Ég hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára, skrifaði þetta niður á blað hjá mér að einn daginn vildi ég vera Íslandsmeistari.“ Dagbjartur vann Íslandsmótið eftir æsispennu á lokadeginum.GSÍ Stefnir á Evrópumótaröðina Dagbjartur tók aðeins þátt í tveimur mótum hér á landi í sumar og stóð á verðlaunapalli í bæði skipti. Hann vann Íslandsmótið og endaði í þriðja sæti í Korpubikarnum. Einbeittur Dagbjartur á Korpubikarnum.GSÍ Með frábært sumar að baki fer Dagbjartur nú að undirbúa sig að fullu fyrir úrtökumót inn á Evrópumótaröðina, eftir að hafa útskrifast úr háskólagolfinu í Bandaríkjunum í vor. „Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar í University of Missouri. Ég lærði mikið, golflega og persónulega séð líka. Nú tekur annar kafli við og ég er spenntur fyrir því“ segir Dagbjartur, sem er vongóður um að komast inn á Evrópumótaröð PGA, DP World Tour. „Já, ég held að ég sé undirbúinn í þetta. Ég fór í fyrsta skipti þegar ég var sautján ára, árið 2019, missti af þessu með tveimur höggum þá en jú, ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Bæði börnin Íslandsmeistarar en foreldrarnir spila ekki golf Dagbjartur er ekki eini kylfingurinn í sinni fjölskyldu. Litla systir hans, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, hefur einnig orðið Íslandsmeistari (2022) og er nú sjálf á leiðinni í háskólagolfið í Bandaríkjunum. „[Foreldrar okkar] spila samt ekki golf sko, hún kom bara með mér út á völl og svo byrjaði þetta“ segir Dagbjartur, sem byrjaði sinn feril í golfhermi í bílskúrnum hjá vini sínum og kenndi svo systur sinni. Foreldrar þeirra hafa því ekkert kennt þeim í golfinu, en hafa stutt bæði Dagbjart og Perlu alla leið. Sigurbrandur Dagbjartsson hefur oft verið kylfusveinn fyrir soninn. Dagbjartur og Perla hafa nú bæði orðið Íslandsmeistarar, Perla er því ekki lengur ein með montréttinn á heimilinu. „Jújú, eftir sigurinn kom hún og sagði 1-1. Þetta er bara virkilega gaman og gaman að sjá hana fara líka út í háskólagolf, það verður spennandi að fylgjast með henni þar.“ Golfsystkinin unnu Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem veittir eru bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Perla endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins í kvennaflokki, á eftir Huldu Clöru Gestsdóttur og Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir. Hún lék hins vegar á besta skori áhugakylfings, líkt og Dagbjartur. Þau systkinin hlutu því Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem eru veittir bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Rætt var við Íslandsmeistarann Dagbjart í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira