Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 14:00 Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim er knattspyrnustjóri. EPA/PETER POWELL Marcus Rashford gagnrýnir áætlun Manchester United sem félags en hann telur að hún snúist frekar um að bregðast við í stað þessa að skipuleggja sig frá grunni. Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira