Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 16:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það skipta öllu máli fyrir sitt lið að búa að góðum stuðningi í komandi undankeppni HM eigi liðið að ná markmiðum sínum. Stuðningsmenn Ísland geti hjálpað liðinu gríðarlega. Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira