Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 19:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að tilkynnt sé um aukaverkun þurfi það ekki að þýða að hún sé tengd inntöku lyfja. Margt geti spilað inn í. Vísir/Sigurjón Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum. Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum.
Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira