Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Ísrael Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun