Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 10:31 Tony Adams vill að Declan Rice sé fyrirliði Arsenal en ekki Martin Ödegaard. EPA/TOLGA AKMEN Ein mesta goðsögnin í sögu Arsenal er ekki ánægður með fyrirliða liðsins í dag og vill að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta taki fyrirliðabandið hreinlega af Martin Ödegaard. Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport) Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport)
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira