Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:30 Wayne Rooney fékk ekki langan tíma hjá Birmingham enda var árangurinn enginn undir hans stjórn. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira