Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 10:07 Myndir frá aðgerðinni í Haukadalsá í nótt þar sem þrír eldislaxar veiddust neðarlega í ánni. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, sem þótti næstavíst að væri eldislax fannst neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur, kallaður út og fór vestur í Dali með Ingólfi Ásgeirssyni og Óskari Páli Sveinsson frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Þar var farið í aðgerðir til að kanna málið. „Þetta er á frumstigi og það var farið í aðgerð í nótt að meta ástandið. Þetta virðist líta verr út en við vorum að vona,“ segir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélagsins sem selur veiðileyfi í Haukadalsá „Þetta lítur alls ekki vel út, það er núna verið að meta næstu skref sem verður unnið í dag,“ segir hann. „Virðist í fljótu bragði vera úr sleppingu sem var ekki tilkynnt“ „Það veiddust þrír eldislaxar í nótt og vitað er að fleiri eru á staðnum. Það er ekki alveg vitað umfangið eða hversu dreift þetta er um ánna því það var nánast bara einn staður, neðarlega í ánni, sem var skoðaður,“ segir Ingimundur. Fyrir tveimur árum höfðu eldislaxar dreift sér víða um land og veiddust í nánast öllum ám á Vesturlandi. Þá voru norskir kafarar kallaðir til sem kembdu fjölmargar ár landsins og drápu eldislaxa í hundraðatali. „Það á eftir að taka lífssýni úr þessum fiskum sem voru veiddir í nótt og þá er hægt að grafa upp úr hvaða kvíi þetta kemur og frá hverjum. Þetta er líklega úr sjókvíi og virðist í fljótu bragði vera úr sleppingu sem var ekki tilkynnt,“ segir Ingimundur. Það sé ekki lítið mál að útrýma eldislaxinum þegar hann hefur dreift sér. „Vandamálið við þessa laxa er að þeir eru frjóir þannig þarna ertu með norskan eldislax sem kemur og fjölgar sér með þúsund ára gömlum íslenskum atlantshafslaxi. Þannig það er í raun verið að eyðileggja stofninn og verður erfðablöndun,“ segir Ingimundur. Sturlaugur með eldislax í nótt. „Vonandi hægt að koma köfurum þangað í hvelli og hreinsa ána“ Menn óttist að horfa upp á svipaða stöðu og árið 2023. „Hitt var risamál, ég vona að þetta verði nú ekki eins stórt og það,“ segir hann. Næstu skref eru að senda lífssýni til rannsókna, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Þar að auki bíði menn eftir viðbrögðum Fiskistofu um hvað eigi að gera og hvernig viðbragðsáætlun fer í gang. „En við köllum eftir því að þetta verði tekið alvarlega og vonandi hægt að koma köfurum þangað í hvelli og hreinsa ána, það er það mikilvægasta í þessu,“ segir Ingimundur að lokum Lax Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, sem þótti næstavíst að væri eldislax fannst neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur, kallaður út og fór vestur í Dali með Ingólfi Ásgeirssyni og Óskari Páli Sveinsson frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Þar var farið í aðgerðir til að kanna málið. „Þetta er á frumstigi og það var farið í aðgerð í nótt að meta ástandið. Þetta virðist líta verr út en við vorum að vona,“ segir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélagsins sem selur veiðileyfi í Haukadalsá „Þetta lítur alls ekki vel út, það er núna verið að meta næstu skref sem verður unnið í dag,“ segir hann. „Virðist í fljótu bragði vera úr sleppingu sem var ekki tilkynnt“ „Það veiddust þrír eldislaxar í nótt og vitað er að fleiri eru á staðnum. Það er ekki alveg vitað umfangið eða hversu dreift þetta er um ánna því það var nánast bara einn staður, neðarlega í ánni, sem var skoðaður,“ segir Ingimundur. Fyrir tveimur árum höfðu eldislaxar dreift sér víða um land og veiddust í nánast öllum ám á Vesturlandi. Þá voru norskir kafarar kallaðir til sem kembdu fjölmargar ár landsins og drápu eldislaxa í hundraðatali. „Það á eftir að taka lífssýni úr þessum fiskum sem voru veiddir í nótt og þá er hægt að grafa upp úr hvaða kvíi þetta kemur og frá hverjum. Þetta er líklega úr sjókvíi og virðist í fljótu bragði vera úr sleppingu sem var ekki tilkynnt,“ segir Ingimundur. Það sé ekki lítið mál að útrýma eldislaxinum þegar hann hefur dreift sér. „Vandamálið við þessa laxa er að þeir eru frjóir þannig þarna ertu með norskan eldislax sem kemur og fjölgar sér með þúsund ára gömlum íslenskum atlantshafslaxi. Þannig það er í raun verið að eyðileggja stofninn og verður erfðablöndun,“ segir Ingimundur. Sturlaugur með eldislax í nótt. „Vonandi hægt að koma köfurum þangað í hvelli og hreinsa ána“ Menn óttist að horfa upp á svipaða stöðu og árið 2023. „Hitt var risamál, ég vona að þetta verði nú ekki eins stórt og það,“ segir hann. Næstu skref eru að senda lífssýni til rannsókna, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Þar að auki bíði menn eftir viðbrögðum Fiskistofu um hvað eigi að gera og hvernig viðbragðsáætlun fer í gang. „En við köllum eftir því að þetta verði tekið alvarlega og vonandi hægt að koma köfurum þangað í hvelli og hreinsa ána, það er það mikilvægasta í þessu,“ segir Ingimundur að lokum
Lax Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira