Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Árni Jóhannsson skrifar 14. ágúst 2025 19:25 vísir/Diego Breiðablik tapaði seinni leiknum gegn Zrinskij Mostar 1-2 og einvíginu samanlagt 2-3. Blikarnir eru því úr leik í Evrópudeildinni en eru á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Namanja Bilbija kom gestunum yfir snemma leiks með mjög svo klaufalegu marki. Valgeir Valgeirsson skoraði svo sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks sem tvöfaldaði forystu gestanna. Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu en nær komst Breiðablik ekki þrátt fyrir fínar tilraunir á lokamínútunum. Breiðablik fer í umspil gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Virtus er marki undir í einvíginu en seinni leiknum lýkur um klukkan níu. Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi von bráðar. Evrópudeild UEFA Breiðablik
Breiðablik tapaði seinni leiknum gegn Zrinskij Mostar 1-2 og einvíginu samanlagt 2-3. Blikarnir eru því úr leik í Evrópudeildinni en eru á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Namanja Bilbija kom gestunum yfir snemma leiks með mjög svo klaufalegu marki. Valgeir Valgeirsson skoraði svo sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks sem tvöfaldaði forystu gestanna. Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu en nær komst Breiðablik ekki þrátt fyrir fínar tilraunir á lokamínútunum. Breiðablik fer í umspil gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Virtus er marki undir í einvíginu en seinni leiknum lýkur um klukkan níu. Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi von bráðar.