Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:02 Einn eldislaxanna sem veiddist í Haukadalsá í nótt. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50