„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:30 Karl K. Ásgeirsson, formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár segir erfðablöndun hafa orðið í ánum eftir slysasleppinguna árið 2023. Karl K. Ásgeirsson Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00