Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 13:48 Ökumaðurinn beygði þvert yfir, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að á móti honum æki bíll á nítíu kílómetra hraða. Skjáskot Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. „Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“ Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
„Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“
Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira