Innlent

Hjól­hýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Holtavörðuheiðin klukkan 16:55 í dag.
Holtavörðuheiðin klukkan 16:55 í dag. Vegagerðin

Hjólhýsi hafa, að sögn lögreglu, sprungið á Holtavörðuheiðinni vegna vonskuveðurs sem gengur þar yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra. 

Vonskuveður gengur nú þar yfir og að sögn lögreglu er ekkert ferðaveður. Ökutæki með eftirvagna og þau sem taka á sig mikinn vind ættu að fresta ferðalögum yfir heiðina þar til veðrið gengur  niður.

Veistu meira um málið? Áttu myndir af atvikinu? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×