Enski boltinn

Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hér má sjá dæmi um brot Aston Villa á boltareglunum. Félagið setti bolta á keilur sín megin en ekki þeim megin sem gestirnir sóttu. 
Hér má sjá dæmi um brot Aston Villa á boltareglunum. Félagið setti bolta á keilur sín megin en ekki þeim megin sem gestirnir sóttu.  Harry Murphy - AVFC/Aston Villa FC via Getty Images

Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins.

Aston Villa braut reglurnar boltareglurnar alls fimm sinnum á síðasta tímabili, ýmist með því að vera með of marga bolta í umferð, of marga boltasækja við störf eða með því að stilla boltum upp á keilum við hornfánana þar sem heimaliðið sótti en ekki útiliðið.

Fyrir það fékk félagið sekt upp á 125 þúsund pund, auk þess sem það má ekki nota fjölbolta fyrirkomulagið í fyrstu þremur heimaleikjum sínum á þessu tímabili.

Fjölbolta fyrirkomulagið virkar þannig að þegar boltinn fer útaf má boltasækirinn kasta öðrum bolta til leikmanns, svo leikurinn geti haldið snöggt áfram meðan hinn boltinn er sóttur.

Aston Villa má hins vegar aðeins vera með einn virkan bolta í einu á fyrstu þremur heimaleikjunum. Ef sá bolti endar einhvers staðar lengst uppi í stúku þarf bara að bíða. Varabolti verður þó auðvitað til staðar ef boltinn springur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×