Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 13:18 Fjölmiðlanefnd sektaði Símann í gær fyrir að auglýsa ókeypis veðmálasíðu á vettvangi sínum. Samsett mynd/Sýn/Getty Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“ Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“
Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?