Innlent

Sóttu mann sem féll niður bratta

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðmanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkukeri við Þórsmerkurleið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg, en björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum sinntu útkallinu.

„Björgunarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum áttu nokkuð greiða leið að viðkomandi, búið var um ferðamanninn í börum til flutnings í bíl. Björgunarfólk óð Sauðá með börurnar og gekk svo fram gilið ríflega 100 metra að bílum. Viðkomandi var svo fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni.

Mynd frá vettvangi.Landsbjörg

Þar segir jafnframt að björgunarsveitir hafi lokið sinni vinnu á vettvangi upp úr klukkan tólf í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×