Sport

Hádramatík eftir að Willum kom inn á

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður í dramatískum sigri Birmingham.
Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður í dramatískum sigri Birmingham. Clive Mason/Getty Images

Willum Þór Willumsson og félagar hans í Birmingham unnu hádramatískan 1-2 sigur er liðið heimsótti Blackburn í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Óhætt er að segja að útlitið hafi verið svart fyrir Willum og félaga í leik dagsins, en liðið var 1-0 undir þegar Willum kom inn af varamannabekknum á 88. mínútu.

Jay Stansfield jafnaði hins vegar metin fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma áður en Lyndon Dykes tryggði Birmingham hádramatískan sigur með marki á áttundu mínútu uppbótartíma.

Þá voru fleiri Íslendingar í eldlínunni í ensku neðri deildunum í dag. 

Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður er Preston vann 2-1 sigur gegn Leicester og í C-deildinni var Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarliði Plymouth sem mátti þola 3-2 ósigur gegn Lincoln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×