Fótbolti

Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Ingvi tryggði sigurinn.
Arnór Ingvi tryggði sigurinn. Norrköping

Arnór Ingvi Traustason og Ari Sigurpálsson voru báðir á skotskónum er Norrköping og Elfsborg áttust við í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping, ásamt Ísaki Sigurgeirssyni, og Ari byrjaði í liði Elfsborg, en Júlíus Magnússon og Jónatan Arnarsson voru ónotaðir varamenn.

David Moberg Karlsson kom heimamönnum í Norrköping yfir strax á átjándu mínútu leiksins, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Ari Sigurpálsson jafnaði svo metin fyrir Elfsborg með marki á 68. mínútu áður en Arnór Ingvi endurheimti forystu Norrköping með marki af vítapunktinum níu mínútum síðar og þar við sat.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Norrköping sem situr í ellefta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 20 leiki, 14 stigum minna en Elfsborg sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×