Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2025 10:00 Alexander Isak skoraði 23 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. epa/ADAM VAUGHAN Alan Shearer og Wayne Rooney gagnrýndu Alexander Isak sem freistar þess að komast til Liverpool með öllum tiltækum ráðum. Isak neitar að spila fyrir Newcastle og var ekki með liðinu í markalausa jafnteflinu við Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Shearer og Rooney voru sérfræðingar í fyrsta þætti Match of the Day eftir brotthvarf Garys Lineker og þeir sögðu sína skoðun á framferði Isaks. Rooney hefur sjálfur verið í svipaðri stöðu, þegar hann reyndi að komast frá Manchester United haustið 2010. „Hann verður að fara rétta leið að þessu og það er rétt leið til að gera þetta. Ég hef verið í þessari stöðu þegar ég óskaði eftir því að fara frá United,“ sagði Rooney. „En þú óskaðir eftir að vera seldur. Þú neitaðir ekki að æfa, þú neitaðir ekki að spila svo það er leið til að gera þetta og Alex er ekki að gera þetta á réttan hátt. Þú finnur til með leikmönnunum og knattspyrnustjóranum. Leikmennirnir lögðu sig alla fram fyrir félagið og þúsundir stuðningsmanna sem ferðuðust alla leið á Villa Park. Þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Shearer. „Samt horfa þeir á annan leikmann, hvar sem hann er, sem neitar að spila þrátt fyrir að vera með þriggja ára samning og með rúmlega hundrað þúsund pund í vikulaun á meðan stuðningsmennirnir eru að borga 60-70 pund fyrir miða auk ferðakostnaðar. Þú getur rétt svo ímyndað þér reiðina sem þeir upplifa vegna þess að einhver leyfir sér að segja: Ég neita að spila. Þú getur bara ekki gert það þegar þú ert með þriggja ára samning.“ Shearer benti þó á að tvær hliðar séu á öllum málum og ekkert hafi enn heyrst frá Isak sjálfum eða aðilum tengdum honum. Og hann vildi ekki útiloka að Isak myndi spila aftur fyrir Newcastle, ef hann biðst afsökunar, þótt hann teldi það ólíklegt. Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Real Sociedad fyrir þremur árum. Hann var í sigurliði Newcastle í enska deildabikarnum á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Isak neitar að spila fyrir Newcastle og var ekki með liðinu í markalausa jafnteflinu við Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Shearer og Rooney voru sérfræðingar í fyrsta þætti Match of the Day eftir brotthvarf Garys Lineker og þeir sögðu sína skoðun á framferði Isaks. Rooney hefur sjálfur verið í svipaðri stöðu, þegar hann reyndi að komast frá Manchester United haustið 2010. „Hann verður að fara rétta leið að þessu og það er rétt leið til að gera þetta. Ég hef verið í þessari stöðu þegar ég óskaði eftir því að fara frá United,“ sagði Rooney. „En þú óskaðir eftir að vera seldur. Þú neitaðir ekki að æfa, þú neitaðir ekki að spila svo það er leið til að gera þetta og Alex er ekki að gera þetta á réttan hátt. Þú finnur til með leikmönnunum og knattspyrnustjóranum. Leikmennirnir lögðu sig alla fram fyrir félagið og þúsundir stuðningsmanna sem ferðuðust alla leið á Villa Park. Þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Shearer. „Samt horfa þeir á annan leikmann, hvar sem hann er, sem neitar að spila þrátt fyrir að vera með þriggja ára samning og með rúmlega hundrað þúsund pund í vikulaun á meðan stuðningsmennirnir eru að borga 60-70 pund fyrir miða auk ferðakostnaðar. Þú getur rétt svo ímyndað þér reiðina sem þeir upplifa vegna þess að einhver leyfir sér að segja: Ég neita að spila. Þú getur bara ekki gert það þegar þú ert með þriggja ára samning.“ Shearer benti þó á að tvær hliðar séu á öllum málum og ekkert hafi enn heyrst frá Isak sjálfum eða aðilum tengdum honum. Og hann vildi ekki útiloka að Isak myndi spila aftur fyrir Newcastle, ef hann biðst afsökunar, þótt hann teldi það ólíklegt. Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Real Sociedad fyrir þremur árum. Hann var í sigurliði Newcastle í enska deildabikarnum á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira