„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 12:33 Henry Birgir Gunnarsson og Máni Pétursson fóru yfir málin í Subway-settinu í gærkvöld, eftir fimm leikja dag í Bestu deild karla. Sýn Sport Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. „Miðað við það sem er búið að vera að gerast í Garðabænum síðustu daga þá held ég að þessi sigur hafi verið mjög mikilvægur,“ sagði Máni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld, eftir 2-1 sigur Stjörnunnar gegn Vestra. Klippa: Þrumuræða Mána um Stjörnuna Máni fór svo mikinn og leyndi því ekki að hann talaði sem Stjörnumaður, frekar en einhver óháður sérfræðingur, um það að Stjarnan hefði samið við tvo landsliðsmenn Síerra Leóne (Ibrahim Turay og Alpha Conteh) og Hollendinginn Damil Dankerlui sem á yfir 150 leiki í efstu deild Hollands. Áður hafði félagið fengið Steven Caulker sem spilandi aðstoðarþjálfara. „Ég held að þeir séu bara að stefna á það að vinna þennan Íslandsmeistaratitil og staðan er þannig núna að þeir eru komnir í bílstjórasætið með það ef þeir bara vinna þá leiki sem eftir eru af þessu móti,“ sagði Máni sem lýsti gjörbreyttri stefnu Stjörnunnar í leikmannamálum sem áhættufjárfestingu: „Hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega“ „Þetta er afrakstur þess sem hefur verið að gerast. Það er búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum sem verður til þess að ákveðnir leikmenn eru seldir út og þú hefur ekki neitt til að „replacea“ þetta, því þú hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega. Þá er ég að tala um innviðina hjá félaginu. Það er ótrúlega dapurt því Stjarnan er líklega, ásamt Breiðabliki, með besta unglingastarfið í gegnum tíðina. Hefur verið að búa til mikið af ungum og flottum leikmönnum. Það fylgir því ákveðin sorg að horfa á að Stjarnan þurfi að kaupa þrjá útlendinga til að setja inn í liðið. Skýringin sem er notuð er að leikmenn sem þeir voru að nota í aukahlutverkum, að það eigi að „replacea“ þá með rándýrum leikmönnum, sem er náttúrulega mjög áhugavert. Það segir mér bara að þeir ætli að ná þessum árangri [að verða Íslandsmeistarar]. Ég segi að þetta sé áhættufjárfesting að því leyti að ef að Stjarnan vinnur ekki Íslandsmeistaratitilinn þá myndi ég segja að þetta sé ekki nógu vel heppnað. Og ef þeir ná til dæmis ekki Evrópusæti eftir þetta þá held ég að menn þurfi að fara í verulega naflaskoðun og einhverjir hausar að hugsa sinn gang,“ sagði Máni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
„Miðað við það sem er búið að vera að gerast í Garðabænum síðustu daga þá held ég að þessi sigur hafi verið mjög mikilvægur,“ sagði Máni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld, eftir 2-1 sigur Stjörnunnar gegn Vestra. Klippa: Þrumuræða Mána um Stjörnuna Máni fór svo mikinn og leyndi því ekki að hann talaði sem Stjörnumaður, frekar en einhver óháður sérfræðingur, um það að Stjarnan hefði samið við tvo landsliðsmenn Síerra Leóne (Ibrahim Turay og Alpha Conteh) og Hollendinginn Damil Dankerlui sem á yfir 150 leiki í efstu deild Hollands. Áður hafði félagið fengið Steven Caulker sem spilandi aðstoðarþjálfara. „Ég held að þeir séu bara að stefna á það að vinna þennan Íslandsmeistaratitil og staðan er þannig núna að þeir eru komnir í bílstjórasætið með það ef þeir bara vinna þá leiki sem eftir eru af þessu móti,“ sagði Máni sem lýsti gjörbreyttri stefnu Stjörnunnar í leikmannamálum sem áhættufjárfestingu: „Hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega“ „Þetta er afrakstur þess sem hefur verið að gerast. Það er búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum sem verður til þess að ákveðnir leikmenn eru seldir út og þú hefur ekki neitt til að „replacea“ þetta, því þú hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega. Þá er ég að tala um innviðina hjá félaginu. Það er ótrúlega dapurt því Stjarnan er líklega, ásamt Breiðabliki, með besta unglingastarfið í gegnum tíðina. Hefur verið að búa til mikið af ungum og flottum leikmönnum. Það fylgir því ákveðin sorg að horfa á að Stjarnan þurfi að kaupa þrjá útlendinga til að setja inn í liðið. Skýringin sem er notuð er að leikmenn sem þeir voru að nota í aukahlutverkum, að það eigi að „replacea“ þá með rándýrum leikmönnum, sem er náttúrulega mjög áhugavert. Það segir mér bara að þeir ætli að ná þessum árangri [að verða Íslandsmeistarar]. Ég segi að þetta sé áhættufjárfesting að því leyti að ef að Stjarnan vinnur ekki Íslandsmeistaratitilinn þá myndi ég segja að þetta sé ekki nógu vel heppnað. Og ef þeir ná til dæmis ekki Evrópusæti eftir þetta þá held ég að menn þurfi að fara í verulega naflaskoðun og einhverjir hausar að hugsa sinn gang,“ sagði Máni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira