Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2025 14:45 Sigurjón Rúnarsson og Una Rós Unnarsdóttir, leikmenn Fram. Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. „Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira