Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 16:32 Jack Harrison gæti hafa fundið leið til að hressa við stuðningsmenn sem voru óánægðir með að hann tæki ekki slaginn með Leeds í næstefstu deild. Samsett/Getty Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira