Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 20:30 Lassana Diarra fór til Rússland undir lok ferils síns en það endaði ekki vel. EPA/SERGEI ILNITSKY Fyrrum leikmaður franska landsliðsins í fótbolta sækist nú eftir svakalegum skaðabótum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Lassana Diarra lék á sínum tíma 34 landsleiki fyrir Frakka og lék með liðum eins og Real Madrid, Chelsea og Arsenal á farsælum ferli. Justice : « Une culture de mépris », Lassana Diarra dégomme la FIFA et réclame 65 millions d’euros https://t.co/7Fmyk9kEUN pic.twitter.com/AXjGuuPCjq— 20 Minutes Sport (@20minutesSport) August 18, 2025 Diarra vill fá skaðabætur eftir að FIFA stóð í vegi fyrir félagskiptum hans fyrir tíu árum síðan. Diarra sækist eftir 65 milljónum evra í skaðabætur eða meira en 9,3 milljörðum íslenskra króna. Diarra fagnaði sigri í málinu hjá Evrópudómstólnum síðasta haust og vill nýta sér það til að fá bætur hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Evrópudómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að FIFA hefði ekki mátt koma í veg fyrir félagsskipti hans frá rússneska félaginu Lokomotiv Moskvu til belgíska félagsins Charleroi. Belgíska félagið hætti við að bjóða honum samning þegar FIFA lokaði á félagsskiptin. Diarra taldi sig vera lausan frá Rússlandi þegar félagið sagði upp samningi hans sumarið 2014 fyrir að neita að mæta á æfingar. Allt varð vitlaust á milli Diarra og þjálfara rússneska félagsins en Diarra var þar á samningi til ársins 2017. Félagsskiptareglur FIFA komu í veg fyrir að hann kæmist til Charleroi. Hann mátti að þeirra mati ekki semja við annað félag á meðan ekki var búið að ganga frá lausum endum í Moskvu. Evrópudómstóllinn var á allt annarri skoðun en málið hefur tekið heilan áratug. With full support from #FIFPRO, FIFPRO Europe and French player union @UNFP, Lassana Diarra is pursuing his rightful compensation before Belgian courts for damages resulting from FIFA's illegal transfer rules. Full statement ⤵— FIFPRO (@FIFPRO) August 18, 2025 FIFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Lassana Diarra lék á sínum tíma 34 landsleiki fyrir Frakka og lék með liðum eins og Real Madrid, Chelsea og Arsenal á farsælum ferli. Justice : « Une culture de mépris », Lassana Diarra dégomme la FIFA et réclame 65 millions d’euros https://t.co/7Fmyk9kEUN pic.twitter.com/AXjGuuPCjq— 20 Minutes Sport (@20minutesSport) August 18, 2025 Diarra vill fá skaðabætur eftir að FIFA stóð í vegi fyrir félagskiptum hans fyrir tíu árum síðan. Diarra sækist eftir 65 milljónum evra í skaðabætur eða meira en 9,3 milljörðum íslenskra króna. Diarra fagnaði sigri í málinu hjá Evrópudómstólnum síðasta haust og vill nýta sér það til að fá bætur hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Evrópudómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að FIFA hefði ekki mátt koma í veg fyrir félagsskipti hans frá rússneska félaginu Lokomotiv Moskvu til belgíska félagsins Charleroi. Belgíska félagið hætti við að bjóða honum samning þegar FIFA lokaði á félagsskiptin. Diarra taldi sig vera lausan frá Rússlandi þegar félagið sagði upp samningi hans sumarið 2014 fyrir að neita að mæta á æfingar. Allt varð vitlaust á milli Diarra og þjálfara rússneska félagsins en Diarra var þar á samningi til ársins 2017. Félagsskiptareglur FIFA komu í veg fyrir að hann kæmist til Charleroi. Hann mátti að þeirra mati ekki semja við annað félag á meðan ekki var búið að ganga frá lausum endum í Moskvu. Evrópudómstóllinn var á allt annarri skoðun en málið hefur tekið heilan áratug. With full support from #FIFPRO, FIFPRO Europe and French player union @UNFP, Lassana Diarra is pursuing his rightful compensation before Belgian courts for damages resulting from FIFA's illegal transfer rules. Full statement ⤵— FIFPRO (@FIFPRO) August 18, 2025
FIFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira