Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 23:15 Skye Stout skoraði frábært mark í sínum fyrsta leik með skoska félaginu Kilmarnock FC. Kilmarnock FC Hin sextán ára gamla Skye Stout var fórnarlamb illkvittinna nettrölla fyrir helgi þegar hún var kynnt sem nýr leikmaður skoska félagsins Kilmarnock FC. Þessi táningsstúlka var þarna að taka stærsta skrefið á ferlinum en í stað þess að þetta væri einn besti dagurinn í hennar lífi breyttist hann fljótt í einn þann versta. Netverjar herjuðu á færslu félagsins þar sem sjá mátti mynd af stúlkunni. Nettröllin gerðu það mikið grín að útliti hennar að Kilmarnock varð á endanum að taka færslu sína úr birtingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=n6V7GXBTRtk">watch on YouTube</a> Í framhaldinu fór frétt um þetta ömurlega háttalag nettröllanna á flug á netinu en um leið fékk Stout gríðarlega mikinn stuðning alls staðar að. Fótboltaheimurinn sendi henni baráttukveðjur og ást úr öllum áttum. Um helgina var síðan komið að fyrsta leiknum hennar fyrir Kilmarnock og um leið tækifæri fyrir Skye Stout að sýna hvað hún getur í fótbolta. Hún gerði það og gott betur. Stout skoraði eitt mark liðsins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Stelpan átti einnig stóran þátt í öðru marki í 6-2 sigri á St Johnstone. Hún lét verkin tala inn á vellinum og það heyrist líklega ekki mikið í nettröllunum núna. Hér fyrir neðan má sjá þetta stórglæsilega mark en myndbandið sést með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Skoski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Þessi táningsstúlka var þarna að taka stærsta skrefið á ferlinum en í stað þess að þetta væri einn besti dagurinn í hennar lífi breyttist hann fljótt í einn þann versta. Netverjar herjuðu á færslu félagsins þar sem sjá mátti mynd af stúlkunni. Nettröllin gerðu það mikið grín að útliti hennar að Kilmarnock varð á endanum að taka færslu sína úr birtingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=n6V7GXBTRtk">watch on YouTube</a> Í framhaldinu fór frétt um þetta ömurlega háttalag nettröllanna á flug á netinu en um leið fékk Stout gríðarlega mikinn stuðning alls staðar að. Fótboltaheimurinn sendi henni baráttukveðjur og ást úr öllum áttum. Um helgina var síðan komið að fyrsta leiknum hennar fyrir Kilmarnock og um leið tækifæri fyrir Skye Stout að sýna hvað hún getur í fótbolta. Hún gerði það og gott betur. Stout skoraði eitt mark liðsins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Stelpan átti einnig stóran þátt í öðru marki í 6-2 sigri á St Johnstone. Hún lét verkin tala inn á vellinum og það heyrist líklega ekki mikið í nettröllunum núna. Hér fyrir neðan má sjá þetta stórglæsilega mark en myndbandið sést með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Skoski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira