Íslenski boltinn

Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar fögnuðu vel eftir markið og hópuðust að Galdri sem hér sést ekki lengur í þvögunni.
KR-ingar fögnuðu vel eftir markið og hópuðust að Galdri sem hér sést ekki lengur í þvögunni. Sýn Sport

KR-ingar komu sér á ný úr fallsæti í Bestu deild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Fram í lokaleik 19. umferðar. Markið mikilvæga má nú sjá á Vísi.

Markið töfraði hinn 19 ára gamli Galdur Guðmundsson fram á 32. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir aukaspyrnu Matthias Præst sem var varin.

Klippa: Fram - KR 0-1

KR vann þar með annan leik sinn í röð, í fyrsta sinn í sumar, og stökk upp í 9. sæti í þessari afar jöfnu deild. 

Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir áður en deildinni verður skipt í tvo hluta, efri og neðri, og eiga KR-ingar nú möguleika á að enda í efri hlutanum, rétt eins og Framarar, því staðan er ótrúlega jöfn frá 5.-11. sæti.

Vestri er með 26 stig í 5. sæti en Fram aðeins stigi á eftir í 7. sæti og KR þremur stigum á eftir í 9. sæti. KR-ingar taka næst á móti Stjörnunni á mánudagskvöld en Fram á útileik við KA næsta sunnudag.

Staðan í deildinni


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×