Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:33 Vestramenn mótmæltu dómnum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sýn Sport Í Stúkunni í gærkvöld mátti heyra upptöku af samskiptum dómara við aðstoðardómara og leikmenn í Garðabænum á sunnudag, þegar mark var dæmt af Vestra í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira