Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Federico Chiesa fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni, síðasta föstudag. Getty/Robbie Jay Barratt Ítalinn Federico Chiesa og umboðsmaður hans hafa nú tjáð yfirmönnum hjá Liverpool að það sé skýr ósk Chiesa að halda kyrru fyrir hjá félaginu. Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira