Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 18:02 Cristiano Ronaldo gæti unnið bikar með Al Nassr á laugardaginn kemur. Getty/Yasser Bakhsh/ Cristiano Ronaldo og félagar í Al Nassr tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ofurbikarsins í Sádi-Arabíu eftir 2-1 sigur á Al Ittihad í undanúrslitaleiknum. Þetta var karaktersigur hjá Al Nassr liðinu því það missti Sadio Mané af velli með rautt spjald strax á 25. mínútu leiksins. Sadio Mané hafði komið Al Nassr í 1-0 á tíundu mínútu en Steven Bergwijn jafnaði fyrir sex mínútum síðar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Staðan var því 1-1 þegar Mané fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á andstæðingi. Þannig var stað þar til á 61. mínútu þegar Cristiano Ronaldo slapp einn í gegnum vörnina. Í stað þess að skjóta sjálfur þá sýndi Ronaldo mikla óeigingirni og gaf boltann til hliðar á landa sinn Joao Félix sem skoraði í tómt markið. Þetta var fyrsta mark Joao Félix fyrir Al Nassr en hann var keyptur á dögunum og Ronaldo sendi þá einkaflugvél sína til að ná í hann. Ronaldo vildi greinilega hjálpa stráknum að komast í gang. Ronaldo beið spenntur við hlið dómarans þar til að myndbandsdómarar fóru yfir það hvort annar hvort þeirra hafi verið rangstæður. Það var ekki og Ronaldo fagnaði markinu eins og hann hefði skorað það sjálfur. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn þar sem mótherjinn verður annað hvort Al-Qasidah eða Al-Ahli. Al-Nassr komst líka í úrslitaleik Ofurbikarsins í fyrra en tapaði þá 4-1. Ronaldo er búinn að bíða lengi eftir öðrum titli með Al-Nassr og nú er bikar í boði í næsta leik. Eini titil hans í Sádi-Arabíu kom í Meistaradeild Arbíu 2023 en það telst ekki sem stór bikar. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Þetta var karaktersigur hjá Al Nassr liðinu því það missti Sadio Mané af velli með rautt spjald strax á 25. mínútu leiksins. Sadio Mané hafði komið Al Nassr í 1-0 á tíundu mínútu en Steven Bergwijn jafnaði fyrir sex mínútum síðar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Staðan var því 1-1 þegar Mané fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á andstæðingi. Þannig var stað þar til á 61. mínútu þegar Cristiano Ronaldo slapp einn í gegnum vörnina. Í stað þess að skjóta sjálfur þá sýndi Ronaldo mikla óeigingirni og gaf boltann til hliðar á landa sinn Joao Félix sem skoraði í tómt markið. Þetta var fyrsta mark Joao Félix fyrir Al Nassr en hann var keyptur á dögunum og Ronaldo sendi þá einkaflugvél sína til að ná í hann. Ronaldo vildi greinilega hjálpa stráknum að komast í gang. Ronaldo beið spenntur við hlið dómarans þar til að myndbandsdómarar fóru yfir það hvort annar hvort þeirra hafi verið rangstæður. Það var ekki og Ronaldo fagnaði markinu eins og hann hefði skorað það sjálfur. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn þar sem mótherjinn verður annað hvort Al-Qasidah eða Al-Ahli. Al-Nassr komst líka í úrslitaleik Ofurbikarsins í fyrra en tapaði þá 4-1. Ronaldo er búinn að bíða lengi eftir öðrum titli með Al-Nassr og nú er bikar í boði í næsta leik. Eini titil hans í Sádi-Arabíu kom í Meistaradeild Arbíu 2023 en það telst ekki sem stór bikar. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira