„Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 09:45 Alexander Isak vill fara frá Newcastle en félagið vill ákveðin skilyrði uppfyllt. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images) Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Isak var markahæsti leikmaður Newcastle á síðasta tímabili en hefur ekki tekið þátt í æfingaleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu og er sagður vilja fara til Liverpool, sem hefur boðið í hann en tilboðinu var hafnað. Hann tjáði sig sjálfur um málið í fyrsta sinn í gærkvöldi og sagði Newcastle hafa svikið loforð, hann hafi látið vita fyrir löngu að hann vildi fara, traustið sé ekki lengur til staðar og þá sé ekki hægt að halda sambandinu áfram. Newcastle brást við með eigin yfirlýsingu. Þar er ekki tekið fram að Isak sé ekki til sölu heldur segir félagið að skilyrðin fyrir sölu hafi ekki verið uppfyllt. Óvíst er auðvitað hver þau skilyrði eru en talið er að Newcastle vilji meiri pening frá Liverpool og mögulega vilji Newcastle finna afleysingu fyrir Isak áður en hann er seldur. Alexander Isak hefur ekki æft með Newcastle á undirbúningstímabilinu. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Yfirlýsingu Newcastle í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. „Við urðum fyrir vonbrigðum þegar við sáum skrif Alexanders Isak á samfélagsmiðlum í [gær]kvöld. Við viljum vera skýr í okkar afstöðu að Alex er samningsbundinn og engin loforð hafa verið gefin af stjórnarmönnum um að hann mætti fara frá félaginu í sumar. Við viljum halda í okkar bestu leikmenn, en við skiljum líka að leikmenn hafa sínar eigin skoðanir og við hlustum á þeirra sjónarmið. Eins og við útskýrðum fyrir Alex og hans teymi, verðum við að taka ákvarðanir með hagsmuni Newcastle United að leiðarljósi, hagsmunir liðsins og stuðningsmanna eru okkur efst í huga í öllum ákvörðunum og við höfum verið skýr með það að skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt. Við sjáum ekki fram á að þau skilyrði verði uppfyllt. Þetta er stolt félag sem á sér ríka sögu og við viljum halda í fjölskyldubraginn. Alex er áfram hluti af okkar fjölskyldu og verður velkominn aftur þegar hann er tilbúinn til að mæta aftur til móts við liðsfélaga sína“ segir í yfirlýsingu Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Isak var markahæsti leikmaður Newcastle á síðasta tímabili en hefur ekki tekið þátt í æfingaleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu og er sagður vilja fara til Liverpool, sem hefur boðið í hann en tilboðinu var hafnað. Hann tjáði sig sjálfur um málið í fyrsta sinn í gærkvöldi og sagði Newcastle hafa svikið loforð, hann hafi látið vita fyrir löngu að hann vildi fara, traustið sé ekki lengur til staðar og þá sé ekki hægt að halda sambandinu áfram. Newcastle brást við með eigin yfirlýsingu. Þar er ekki tekið fram að Isak sé ekki til sölu heldur segir félagið að skilyrðin fyrir sölu hafi ekki verið uppfyllt. Óvíst er auðvitað hver þau skilyrði eru en talið er að Newcastle vilji meiri pening frá Liverpool og mögulega vilji Newcastle finna afleysingu fyrir Isak áður en hann er seldur. Alexander Isak hefur ekki æft með Newcastle á undirbúningstímabilinu. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Yfirlýsingu Newcastle í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. „Við urðum fyrir vonbrigðum þegar við sáum skrif Alexanders Isak á samfélagsmiðlum í [gær]kvöld. Við viljum vera skýr í okkar afstöðu að Alex er samningsbundinn og engin loforð hafa verið gefin af stjórnarmönnum um að hann mætti fara frá félaginu í sumar. Við viljum halda í okkar bestu leikmenn, en við skiljum líka að leikmenn hafa sínar eigin skoðanir og við hlustum á þeirra sjónarmið. Eins og við útskýrðum fyrir Alex og hans teymi, verðum við að taka ákvarðanir með hagsmuni Newcastle United að leiðarljósi, hagsmunir liðsins og stuðningsmanna eru okkur efst í huga í öllum ákvörðunum og við höfum verið skýr með það að skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt. Við sjáum ekki fram á að þau skilyrði verði uppfyllt. Þetta er stolt félag sem á sér ríka sögu og við viljum halda í fjölskyldubraginn. Alex er áfram hluti af okkar fjölskyldu og verður velkominn aftur þegar hann er tilbúinn til að mæta aftur til móts við liðsfélaga sína“ segir í yfirlýsingu Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira