Erfitt að horfa á félagana detta út Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Hilmar Smári segir erfitt að sjá landsliðsfélaga kvarnast úr hópi Íslands en fagnar því að lokahópurinn sé klár. Spennan er mikil fyrir EM. Vísir/Bjarni „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum