Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:45 Suleyman hefur áhyggjur af þróun mála og vill grípa til aðgerða. Getty/Leigh Vogel Mustafa Suleyman, sem fer fyrir þróun gervigreindar hjá Microsoft, hefur áhyggjur af auknum fjölda tilvika þar sem einstaklingar virðast hafa farið í geðrof eftir að hafa átt samskipti við gervigreind. Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið. Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið.
Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira