Innlent

Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýra­firði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kafarar með grunsamlegan fisk úr Haukadalsá.
Kafarar með grunsamlegan fisk úr Haukadalsá. vísir/anton brink

Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði.

Niðurstöður úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í vikunni liggja nú fyrir, en alls hafa ellefu laxar verið greindir.

Átta af löxunum ellefu reyndust af villtum uppruna, en staðfest er að þrír þeirra koma úr eldi.

Niðurstöður greininga rannsóknarinnar benda til þess að uppruni þeirra sé úr Dýrafirði.


Tengdar fréttir

„Þetta er innrás“

Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið.

Ísland frumstætt samanborið við Noreg

Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag.

„Staðan er al­var­leg en við vitum ekki hversu al­var­leg hún er“

Fiskistofa greindi frá því í gær að hluti þeirra laxa úr Haukadalsá sem áður voru taldir eldislaxar væru svokallaðir hnúðlaxar. Fiskifræðingur segist 100% viss um að lax sem fundist hefur í ánni sé sjókvíaeldislax og segir stöðuna áfram óljósa og alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×