„Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. ágúst 2025 21:05 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var sáttur með leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann sinn fyrsta leik eftir þriggja leikja taphrinu með öruggum 4-0 sigri á FHL í Boganum í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira