Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:00 Leikur Stjörnunnar og FH líktist borðtennisleik að sögn þjálfara Stjörnunnar. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og fjögur mörk voru skoruð í þeim báðum. Þór/KA valtaði yfir FHL og vann 4-0 en Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við FH eftir að hafa komist tvisvar yfir. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið. Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið.
Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira