Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 13:03 Erling Haaland er oft góður kostur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Michael Regan Bukayo Saka gæti verið orðinn að ansi lélegum kosti í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar en er þó einn þeirra sem helst koma til greina til að fá fyrirliðabandið í dag hjá spilurum leiksins. Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“ Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira