Innlent

Sleppt úr gæslu­varð­haldi en málið enn til rann­sóknar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Loftmynd af Akranesi úr safni.
Loftmynd af Akranesi úr safni. Vísir/Arnar

Maður sem grunaður var um íkveikju á Akranesi fyrr í mánuðinum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga, grunaður um íkveikju í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akranes sunnudaginn 10. ágúst. Mikill eldur logaði í húsinu og urðu þar skemmdir en enginn hefur búið í húsinu síðustu ár.

Sjá nánar: Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju

Málið er enn til rannsóknar samkvæmt Ásmundi en ekki var þörf á að lengja gæsluvarðhaldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×